Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 12:31 Jón Gnarr lét sig hafa það að horfa á landsleik Englands og Þýskalands í gær. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi. „[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
„[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn