Arsenal, Chelsea og Liverpool vilja vera eins og City Group Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 14:30 John Henry er aðaleigandi FSG sem á meirihluta í Liverpool. Nordicphotos/Getty Ensk stórlið vilja feta í fótspor Manchester City og eiga fjölda félaga sem mynda net um hnöttinn. City Group, sem á Manchester City, á einnig meirihluta í félögum í ellefu öðrum löndum um allan heim. Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira