Svavar Pétur er látinn Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 16:06 Prins Póló er látinn. Vísir/Vilhelm Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Berglindi Häsler, eiginkonu Svavars. Hann lætur eftir sig Berglindi og þrjú börn, Hrólf Stein, Aldísi Rúnu og Elísu. Svavar Pétur greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir tæpum fjórum árum og hefur síðan þá talað opinskátt um baráttu sína við meinið. Í nóvember síðastliðnum ræddi hann við Ísland í dag um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kaus ávallt að láta ekki stjórna lífi sínu og tókst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Svavar Pétur var stoltur Breiðhyltingur. Gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þá hafa veggspjöld með hendingum úr lagatextum hans notið mikilla vinsælda. Svavar var líka frumkvöðull á sviði matvælaframleiðslu og setti á markað Bulsur og Bopp,“ segir í tilkynningu. Svavar Pétur bjó um tíma ásamt fjölskyldu sinni á Seyðisfirði og seinna á Drangsnesi. Vorið 2014 flutti fjölskyldan í Berufjörð, stundaði þar lífræna ræktun og framleiðslu, og rak tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí til haustsins 2020. Andlát Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Berglindi Häsler, eiginkonu Svavars. Hann lætur eftir sig Berglindi og þrjú börn, Hrólf Stein, Aldísi Rúnu og Elísu. Svavar Pétur greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir tæpum fjórum árum og hefur síðan þá talað opinskátt um baráttu sína við meinið. Í nóvember síðastliðnum ræddi hann við Ísland í dag um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kaus ávallt að láta ekki stjórna lífi sínu og tókst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Svavar Pétur var stoltur Breiðhyltingur. Gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þá hafa veggspjöld með hendingum úr lagatextum hans notið mikilla vinsælda. Svavar var líka frumkvöðull á sviði matvælaframleiðslu og setti á markað Bulsur og Bopp,“ segir í tilkynningu. Svavar Pétur bjó um tíma ásamt fjölskyldu sinni á Seyðisfirði og seinna á Drangsnesi. Vorið 2014 flutti fjölskyldan í Berufjörð, stundaði þar lífræna ræktun og framleiðslu, og rak tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí til haustsins 2020.
Andlát Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31