Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. september 2022 23:10 Stjörnumenn geta nagað sig í handabökin eftir kvöldið. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Haukar skoruðu sitt fyrsta mark þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar. Það var Adam Haukur Baumruk sem braut ísinn fyrir Hauka með skoti yfir allan völlinn. Þegar stundarfjórðungur var liðin voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir 7-9. Þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar, leikhlé og fer yfir málin eftir að góða byrjun. Í stöðunni 10-12 tók Rúnar Sigtryggson, þjálfari Hauka, leikhlé. Við það virtust Haukar missa dampinn og var staðan 15-15 þegar liðin gengu til klefa í hálfleik. Seinni hálfleikur virtist ætla að byrja eins og sá fyrri. Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins, staðan 17-15. Haukar rönkuðu við sér þegar um fimm mínútur voru liðnar og jöfnuðu leikinn, 17-17. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka fá Haukar víti. Stefán Rafn tekur vítið fyrir Hauka og endar boltinn í höfðinu á Arnóri Frey Stefánsyni sem lá óvígur eftir. Dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að gefa Stefáni rautt spjald sem Stefán sem og Haukarnir voru afar ósáttir með. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu Stjörnumenn með tveimur mörkum 29-27 og virtust ætla landa sigrinum þar sem Haukar áttu tvær afleiddar sóknir. Haukar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og lokatölur því 29-29. Afhverju varð jafntefli? Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þeir fyrstu þrjú mörk leiksins. Haukar gengu loks á lagið og var leikurinn jafn framan af. Bæði lið skiptust að taka tveggja marka forystu á köflum en það voru klókindi hjá Haukum að jafna leikin á loka mínútunum þar sem að þeir voru tveimur mörkum undir og búnir að fara illa með nokkrar sóknir í lokin. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með átta mörk. Tandri Már Konráðsson var með fimm mörk. Arnór Freyr Stefánsson byrjaði leikinn virkilega vel. Hjá Haukum var Guðmundur Bragi Ástþórsson með átta mörk. Andri Már Rúnarsson var með sjö mörk. Stefán Huldar Stefánsson kom inná eftir um stundarfjórðung og var með mikilvægar vörslur. Hvað gekk illa? Það virtist ganga erfiðlega að fá takt í sóknarleik Hauka og voru þeir í smá stund að koma sér í gang. Haukar missti taktinn aftur í seinni hálfleik og fóru ansi mörg færi í vaskinn. Hjá Stjörnunni var það að missa þessa tveggja marka forystu niður í lokin. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 6. október kl 18:00 sækir Stjarnan ÍBV heim. Laugardaginn 8. október kl 18:00 fá Haukar Aftureldingu í heimsókn. Patrekur: „Staðan 29-27 og þá gerum við klaufa mistök, eitthvað sem er sorglegt“ „Þetta var hörkuleikur, Haukarnir góðir. Mér fannst gaman að horfa á bæði lið þótt að ég fylgist meira með Stjörnunni auðvitað. Ég held að þetta hafi verið ágætis handbolti. Við vorum betri sóknarlega núna og mér fannst við agaðri, slappir að hlaupa til baka í fyrri hálfleik og ég var ekki ánægður með það. Enda breytti ég líka og reyndi að fækka skiptingunum en ég er svekktur. Staðan 29-27 þá gerum við klaufa mistök, eitthvað sem er sorglegt,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli á móti Haukum. Lokatölur 29-29. „Ég meina við erum með leikinn og við áttum að loka honum. Eins og ég segi, Haukarnir eru góðir. Guðmundur Bragi var frábær og þeir erum með flinka leikmenn þarna sem við áttum í svolitlum vandræðum með þá í stöðunni einn á einn. Eðlilega erum við svekktir að hafa ekki klárað þetta þegar þú ert yfir þegar það er svona lítið eftir og með boltann, þá áttu ekki að fara svona illa með hann.“ Patrekur var svekktur með úrslitin þar sem að Stjarnan var með leikinn í höndunum á síðustu mínútunum en aftur á móti ánægður „Að mörgu leyti í þessum leikjum höfum við varnarlega verið allt í lagi. Við getum spilað 5-1 og 6-0 en sóknarlega var ég þannig séð ánægðari að við vorum agaðri og beittar. Við skorum 29 mörk á móti Haukunum og ég var ánægður með margt þar. En úrslitin, mér finnst að við hefðum átt að vinna þennan leik.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Boltinn endar beint í höfðinu á Arnóri og fauk Stefán útaf með rautt. „Þetta var rautt spjald. Hann skýtur í höfuðið á honum og ég held að það hafi allir séð það. Þetta var réttur dómur.“ „Það er bara að halda áfram. Ég er með frábæran hóp og það eru miklar væntingar til okkar og þannig á það að vera, það hefur ekki verið lengi þannig í Garðabænum. Ég er með hörku leikmenn og mikla breidd. Þetta er náttúrulega ákveðið púsluspil. Hergeir er alltaf að koma betur og betur inn í þetta og þessir nýju leikmenn. Jóhann Karl getur örugglega spilað meira, hann var náttúrulega í nefbroti. Ég vill að við höldum áfram, þetta tekur allt ákveðinn tíma en eins og ég segi, ég er ánægður með liðið og leikmennina og set þá pressu á mig að búa til gott lið þó það taki smá tíma.“ Olís-deild karla Stjarnan Haukar Handbolti
Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Haukar skoruðu sitt fyrsta mark þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar. Það var Adam Haukur Baumruk sem braut ísinn fyrir Hauka með skoti yfir allan völlinn. Þegar stundarfjórðungur var liðin voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir 7-9. Þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar, leikhlé og fer yfir málin eftir að góða byrjun. Í stöðunni 10-12 tók Rúnar Sigtryggson, þjálfari Hauka, leikhlé. Við það virtust Haukar missa dampinn og var staðan 15-15 þegar liðin gengu til klefa í hálfleik. Seinni hálfleikur virtist ætla að byrja eins og sá fyrri. Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins, staðan 17-15. Haukar rönkuðu við sér þegar um fimm mínútur voru liðnar og jöfnuðu leikinn, 17-17. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka fá Haukar víti. Stefán Rafn tekur vítið fyrir Hauka og endar boltinn í höfðinu á Arnóri Frey Stefánsyni sem lá óvígur eftir. Dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að gefa Stefáni rautt spjald sem Stefán sem og Haukarnir voru afar ósáttir með. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu Stjörnumenn með tveimur mörkum 29-27 og virtust ætla landa sigrinum þar sem Haukar áttu tvær afleiddar sóknir. Haukar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og lokatölur því 29-29. Afhverju varð jafntefli? Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þeir fyrstu þrjú mörk leiksins. Haukar gengu loks á lagið og var leikurinn jafn framan af. Bæði lið skiptust að taka tveggja marka forystu á köflum en það voru klókindi hjá Haukum að jafna leikin á loka mínútunum þar sem að þeir voru tveimur mörkum undir og búnir að fara illa með nokkrar sóknir í lokin. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með átta mörk. Tandri Már Konráðsson var með fimm mörk. Arnór Freyr Stefánsson byrjaði leikinn virkilega vel. Hjá Haukum var Guðmundur Bragi Ástþórsson með átta mörk. Andri Már Rúnarsson var með sjö mörk. Stefán Huldar Stefánsson kom inná eftir um stundarfjórðung og var með mikilvægar vörslur. Hvað gekk illa? Það virtist ganga erfiðlega að fá takt í sóknarleik Hauka og voru þeir í smá stund að koma sér í gang. Haukar missti taktinn aftur í seinni hálfleik og fóru ansi mörg færi í vaskinn. Hjá Stjörnunni var það að missa þessa tveggja marka forystu niður í lokin. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 6. október kl 18:00 sækir Stjarnan ÍBV heim. Laugardaginn 8. október kl 18:00 fá Haukar Aftureldingu í heimsókn. Patrekur: „Staðan 29-27 og þá gerum við klaufa mistök, eitthvað sem er sorglegt“ „Þetta var hörkuleikur, Haukarnir góðir. Mér fannst gaman að horfa á bæði lið þótt að ég fylgist meira með Stjörnunni auðvitað. Ég held að þetta hafi verið ágætis handbolti. Við vorum betri sóknarlega núna og mér fannst við agaðri, slappir að hlaupa til baka í fyrri hálfleik og ég var ekki ánægður með það. Enda breytti ég líka og reyndi að fækka skiptingunum en ég er svekktur. Staðan 29-27 þá gerum við klaufa mistök, eitthvað sem er sorglegt,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli á móti Haukum. Lokatölur 29-29. „Ég meina við erum með leikinn og við áttum að loka honum. Eins og ég segi, Haukarnir eru góðir. Guðmundur Bragi var frábær og þeir erum með flinka leikmenn þarna sem við áttum í svolitlum vandræðum með þá í stöðunni einn á einn. Eðlilega erum við svekktir að hafa ekki klárað þetta þegar þú ert yfir þegar það er svona lítið eftir og með boltann, þá áttu ekki að fara svona illa með hann.“ Patrekur var svekktur með úrslitin þar sem að Stjarnan var með leikinn í höndunum á síðustu mínútunum en aftur á móti ánægður „Að mörgu leyti í þessum leikjum höfum við varnarlega verið allt í lagi. Við getum spilað 5-1 og 6-0 en sóknarlega var ég þannig séð ánægðari að við vorum agaðri og beittar. Við skorum 29 mörk á móti Haukunum og ég var ánægður með margt þar. En úrslitin, mér finnst að við hefðum átt að vinna þennan leik.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Boltinn endar beint í höfðinu á Arnóri og fauk Stefán útaf með rautt. „Þetta var rautt spjald. Hann skýtur í höfuðið á honum og ég held að það hafi allir séð það. Þetta var réttur dómur.“ „Það er bara að halda áfram. Ég er með frábæran hóp og það eru miklar væntingar til okkar og þannig á það að vera, það hefur ekki verið lengi þannig í Garðabænum. Ég er með hörku leikmenn og mikla breidd. Þetta er náttúrulega ákveðið púsluspil. Hergeir er alltaf að koma betur og betur inn í þetta og þessir nýju leikmenn. Jóhann Karl getur örugglega spilað meira, hann var náttúrulega í nefbroti. Ég vill að við höldum áfram, þetta tekur allt ákveðinn tíma en eins og ég segi, ég er ánægður með liðið og leikmennina og set þá pressu á mig að búa til gott lið þó það taki smá tíma.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti