Ten Hag hefur enn trú á Maguire: „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 23:30 Erik Ten Hag hefur enn tröllatrú á Harry Maguire. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist enn hafa trú á fyrirliða liðsins, Harry Maguire, þrátt fyrir þá gagnrýni sem varnarmaðurinn hefur þurft að þola undanfarnar vikur. Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira