„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 10:31 Erik ten Hag ætlar ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Erling Braut Haaland. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland. Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira