Klopp: „Við verðum að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 16:51 Jürgen Klopp segir að sínir menn verði að gera betur. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. „Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
„Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05