Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 09:00 Rauða spjaldið fór á loft í Reykjanesbæ í gær þar sem ÍA færðist nær falli niður í Lengjudeildina. Stöð 2 Sport Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn. Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn.
Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira