Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir var með meistaraderhúfuna með sér og þær Katla Tryggvadóttir voru kátar þegar þær spjölluðu við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira