Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-0 | Toppliðið byrjar úrslitakeppnina á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 3. október 2022 21:15 Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sem er á toppi deildarinnar byrjaði úrslitakeppnina á 3-0 sigri gegn Stjörnunni. Breiðablik stýrði leiknum og eftir að Dagur Dan Þórhallsson braut ísinn á 12. mínútu gerði Stjarnan aldrei tilkall til að skora. Það var ekki við öðru að búast undir ljósunum á Kópavogsvelli í rigningu að leikurinn myndi fara af stað með látum. Fyrstu tíu mínúturnar minntu á borðtennis þar sem bæði lið fengu færi. Eggert Aron Guðmundsson fékk snemma tækifæri að brjóta ísinn en nýtti það ekki og Breiðablik fylgdi eftir með þremur marktækifærum en niðurstaðan sú sama. Dagur Dan Þórhallsson kom Breiðabliki yfir á 12. mínútu með verðskulduðu marki. Oliver Sigurjónsson átti langa sendingu á vinstri kantinn þar sem Dagur tók við boltanum og lét síðan vaða fyrir utan teig þar sem boltinn skoppaði á blautu gervigrasinu rétt áður en hann fór í markið. Marki yfir stjórnaði Breiðablik leiknum. Það var hins vegar ekki sama fjörið og var fyrstu fimmtán mínúturnar. Dagur Dan hélt áfram að vera hættulegasti maður vallarins og þegar Breiðablik fékk færi var það yfirleitt í gegnum hann. Staðan í hálfleik var 1-0 heimamönnum í vil. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur ekki á neinni flugeldasýningu. Ísak Snær Þorvaldsson fékk dauðafæri þegar hann slapp einn í gegn en missti boltann of langt frá sér og Haraldur gerði vel í að koma út á móti. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar reyndi að hrista upp í leik Stjörnunnar með tvöfaldri breytingu eftir klukkutíma leik. Ágúst tók Óskar Örn Hauksson út af sem hafði verið algjör farþegi í sóknarleik Stjörnunnar. Gísli Eyjólfsson bætti við öðru marki Breiðabliks á 69. mínútu. Heimamenn tóku hornspyrnu stutt en Höskuldur átti síðan fyrirgjöf inn í teig sem Damir skallaði áfram og þar mætti Gísli fyrstur á boltann og skoraði af stuttu færi. Jason Daði Svanþórsson gerði þriðja mark Breiðabliks þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Höskuldur gerði vel í að renna boltanum á Jason sem potaði boltanum framhjá Haraldi og skoraði í autt markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur. Breiðablik er með átta stiga forystu á toppnum þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu. Af hverju vann Breiðablik? Frammistaða Breiðabliks var frábær í kvöld. Stjarnan fékk eitt færi þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af leiknum en eftir það var þetta einstefna. Breiðablik skapaði sér töluvert af færum sem skilaði þremur mörkum. Það átti nánast hver einasti leikmaður Breiðabliks sinn dag og þegar það gerist þá er ekki hægt að eiga við Breiðablik. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Dan Þórhallsson var frábær í kvöld. Dagur Dan braut ísinn í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks sem Stjarnan átti engin svör við. Það er hægt að taka flest alla leikmenn Breiðabliks út. Gísli Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson eiga mikið lof skilið eftir sína frammistöðu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti aldrei möguleika í kvöld og var frammistaða Stjörnunnar léleg. Það var ekkert bit í sóknarleiknum og Óskar Örn Hauksson sýndi það af hverju hann hefur verið í minna hlutverki hjá Stjörnunni á tímabilinu heldur en hann gerði ráð fyrir. Óskar sást ekki í leiknum og var tekinn af velli á 60. mínútu. Hvað gerist næst? Breiðablik fer norður og mætir KA næsta sunnudag klukkan 14:00. Næsta mánudag fær Stjarnan heimaleik gegn Víkingi klukkan 19:15. Ágúst: Blikar eru betri en við eins og staðan er í dag Ágúst Gylfason var svekktur eftir leik Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Við byrjuðum leikinn af krafti og fengum gott færi til að byrja með en Breiðablik refsaði okkur og þetta var mjög erfitt eftir að við lentum marki undir,“ sagði Ágúst Gylfason og hélt áfram. „Ég var samt ánægður með mitt lið þar sem það var kraftur í okkur og við létum boltann ganga ágætlega á köflum en við vorum að spila á móti liði sem er fyrir ofan okkur í töflunni og Blikar eru betri en við eins og staðan er í dag en það er ekki langt á milli þessara liða.“ Það hefur verið mikið rót á hægri bakvarðarstöðunni hjá Stjörnunni eftir að Óli Valur fór í atvinnumennsku og hefur Ágúst þurft að prófa marga hluti. „Við höfum átt í vandræðum með að finna mann í hægri bakvörðinn. Elís Rafn hefur verið meiddur. Í kvöld var það Daníel Laxdal sem byrjaði í hægri bakverði en fór síðan á miðjuna og þá fór Eggert Aron í bakvörðinn. En það er klárt að við þurfum að finna okkur hægri bakvörð,“ sagði Ágúst að lokum. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan
Breiðablik sem er á toppi deildarinnar byrjaði úrslitakeppnina á 3-0 sigri gegn Stjörnunni. Breiðablik stýrði leiknum og eftir að Dagur Dan Þórhallsson braut ísinn á 12. mínútu gerði Stjarnan aldrei tilkall til að skora. Það var ekki við öðru að búast undir ljósunum á Kópavogsvelli í rigningu að leikurinn myndi fara af stað með látum. Fyrstu tíu mínúturnar minntu á borðtennis þar sem bæði lið fengu færi. Eggert Aron Guðmundsson fékk snemma tækifæri að brjóta ísinn en nýtti það ekki og Breiðablik fylgdi eftir með þremur marktækifærum en niðurstaðan sú sama. Dagur Dan Þórhallsson kom Breiðabliki yfir á 12. mínútu með verðskulduðu marki. Oliver Sigurjónsson átti langa sendingu á vinstri kantinn þar sem Dagur tók við boltanum og lét síðan vaða fyrir utan teig þar sem boltinn skoppaði á blautu gervigrasinu rétt áður en hann fór í markið. Marki yfir stjórnaði Breiðablik leiknum. Það var hins vegar ekki sama fjörið og var fyrstu fimmtán mínúturnar. Dagur Dan hélt áfram að vera hættulegasti maður vallarins og þegar Breiðablik fékk færi var það yfirleitt í gegnum hann. Staðan í hálfleik var 1-0 heimamönnum í vil. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur ekki á neinni flugeldasýningu. Ísak Snær Þorvaldsson fékk dauðafæri þegar hann slapp einn í gegn en missti boltann of langt frá sér og Haraldur gerði vel í að koma út á móti. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar reyndi að hrista upp í leik Stjörnunnar með tvöfaldri breytingu eftir klukkutíma leik. Ágúst tók Óskar Örn Hauksson út af sem hafði verið algjör farþegi í sóknarleik Stjörnunnar. Gísli Eyjólfsson bætti við öðru marki Breiðabliks á 69. mínútu. Heimamenn tóku hornspyrnu stutt en Höskuldur átti síðan fyrirgjöf inn í teig sem Damir skallaði áfram og þar mætti Gísli fyrstur á boltann og skoraði af stuttu færi. Jason Daði Svanþórsson gerði þriðja mark Breiðabliks þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Höskuldur gerði vel í að renna boltanum á Jason sem potaði boltanum framhjá Haraldi og skoraði í autt markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur. Breiðablik er með átta stiga forystu á toppnum þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu. Af hverju vann Breiðablik? Frammistaða Breiðabliks var frábær í kvöld. Stjarnan fékk eitt færi þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af leiknum en eftir það var þetta einstefna. Breiðablik skapaði sér töluvert af færum sem skilaði þremur mörkum. Það átti nánast hver einasti leikmaður Breiðabliks sinn dag og þegar það gerist þá er ekki hægt að eiga við Breiðablik. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Dan Þórhallsson var frábær í kvöld. Dagur Dan braut ísinn í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks sem Stjarnan átti engin svör við. Það er hægt að taka flest alla leikmenn Breiðabliks út. Gísli Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson eiga mikið lof skilið eftir sína frammistöðu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti aldrei möguleika í kvöld og var frammistaða Stjörnunnar léleg. Það var ekkert bit í sóknarleiknum og Óskar Örn Hauksson sýndi það af hverju hann hefur verið í minna hlutverki hjá Stjörnunni á tímabilinu heldur en hann gerði ráð fyrir. Óskar sást ekki í leiknum og var tekinn af velli á 60. mínútu. Hvað gerist næst? Breiðablik fer norður og mætir KA næsta sunnudag klukkan 14:00. Næsta mánudag fær Stjarnan heimaleik gegn Víkingi klukkan 19:15. Ágúst: Blikar eru betri en við eins og staðan er í dag Ágúst Gylfason var svekktur eftir leik Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Við byrjuðum leikinn af krafti og fengum gott færi til að byrja með en Breiðablik refsaði okkur og þetta var mjög erfitt eftir að við lentum marki undir,“ sagði Ágúst Gylfason og hélt áfram. „Ég var samt ánægður með mitt lið þar sem það var kraftur í okkur og við létum boltann ganga ágætlega á köflum en við vorum að spila á móti liði sem er fyrir ofan okkur í töflunni og Blikar eru betri en við eins og staðan er í dag en það er ekki langt á milli þessara liða.“ Það hefur verið mikið rót á hægri bakvarðarstöðunni hjá Stjörnunni eftir að Óli Valur fór í atvinnumennsku og hefur Ágúst þurft að prófa marga hluti. „Við höfum átt í vandræðum með að finna mann í hægri bakvörðinn. Elís Rafn hefur verið meiddur. Í kvöld var það Daníel Laxdal sem byrjaði í hægri bakverði en fór síðan á miðjuna og þá fór Eggert Aron í bakvörðinn. En það er klárt að við þurfum að finna okkur hægri bakvörð,“ sagði Ágúst að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti