Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 20:00 Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Vísir/Egill Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“ Fíkn Lyf Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“
Fíkn Lyf Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira