Umfjöllun: KR 2-1 Valur | KR-ingar unnu Reykjavíkurslaginn Jón Már Ferro skrifar 8. október 2022 16:05 KR Valur. Besta deild karla sumar 2022 fótbolti KSÍ KR vann 2–1 sigur á Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar karla á Meistaravöllum. Það var ekki mikil áhersla lögð á varnarleik í dag. Bæði lið áttu mjög auðvelt með að skapa hættulegar stöður ofarlega á vellinum. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Valsmenn voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur ágæt færi. Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins fékk Patrick Pedersen eftir stungusendingu í gegnum vörn heimamanna. Aron Snær kom út á móti honum en þeim danska brást bogalistin þegar hann vippaði boltanum framhjá markinu. Þrátt fyrir margar sóknir fyrri hálfleik var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri. Liðin skiptust á að sækja endana á milli. Valsmenn voru þó með yfirhöndina. Það skilaði sér á 64.mínútu þegar Aron Jóhannsson skoraði. Pontus Lindgren, miðvörður KR, átti misheppnaða sendingu inn á miðjuna sem Ágúst Eðvald Hlynsson komst inn í. Ágúst sendi boltann inn á teiginn á Patrick Pedersen, sem renndi boltanum til hliðar á Aron Jóhannsson. Skot hans var hnitmiðað í vinstra hornið framhjá Aroni Snæ. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Ægir Jarl Jónasson metin eftir flottan undirbúning Þorsteins Más af hægri kantinum. Bæði lið sýndu áfram vilja til að vinna leikinn og það tókst KR-ingum í uppbótartíma með marki varamannsins Stefan Ljubicic eftir sendingu frá Theodór Elmari. Af hverju vann KR? Valsmenn náðu ekki að nýta yfirburði sína þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Aron Snær varði oft á tíðum glæsilega sem skilaði sér heldur betur í lokin þegar KR-ingar tryggðu sér sigurinn. Hverjir stóður upp úr? Aron Snær Friðriksson, markmaður KR, fékk tækifærið í dag og var öruggur í sínum aðgerðum. Bæði þegar hann spilaði boltanum frá sér og þegar hann þurfti að verja frá sóknarmönnum gestanna. Aron Jóhannson, sóknarmaður Vals, var mikið í boltanum á vallarhelming KR-inga og bjó til mikið af færum ásamt því að skora eina mark gestanna. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik. Þeir fengu nokkrar flottar stöður í og við vítateig KR-inga. Annað hvort klikkaði síðasta sendingin eða skotið. Heimamenn refsuðu fyrir það í lokin. Hvað gerist næst? KR fer í Kópavog laugardaginn 15.október klukkan 17:00 og mætir þar Breiðablik. Valur fær Stjörnumenn í heimsókn á Hlíðarenda sunnudaginn 16.október kl 19:15. Besta deild karla KR Valur
KR vann 2–1 sigur á Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar karla á Meistaravöllum. Það var ekki mikil áhersla lögð á varnarleik í dag. Bæði lið áttu mjög auðvelt með að skapa hættulegar stöður ofarlega á vellinum. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Valsmenn voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur ágæt færi. Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins fékk Patrick Pedersen eftir stungusendingu í gegnum vörn heimamanna. Aron Snær kom út á móti honum en þeim danska brást bogalistin þegar hann vippaði boltanum framhjá markinu. Þrátt fyrir margar sóknir fyrri hálfleik var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri. Liðin skiptust á að sækja endana á milli. Valsmenn voru þó með yfirhöndina. Það skilaði sér á 64.mínútu þegar Aron Jóhannsson skoraði. Pontus Lindgren, miðvörður KR, átti misheppnaða sendingu inn á miðjuna sem Ágúst Eðvald Hlynsson komst inn í. Ágúst sendi boltann inn á teiginn á Patrick Pedersen, sem renndi boltanum til hliðar á Aron Jóhannsson. Skot hans var hnitmiðað í vinstra hornið framhjá Aroni Snæ. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Ægir Jarl Jónasson metin eftir flottan undirbúning Þorsteins Más af hægri kantinum. Bæði lið sýndu áfram vilja til að vinna leikinn og það tókst KR-ingum í uppbótartíma með marki varamannsins Stefan Ljubicic eftir sendingu frá Theodór Elmari. Af hverju vann KR? Valsmenn náðu ekki að nýta yfirburði sína þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Aron Snær varði oft á tíðum glæsilega sem skilaði sér heldur betur í lokin þegar KR-ingar tryggðu sér sigurinn. Hverjir stóður upp úr? Aron Snær Friðriksson, markmaður KR, fékk tækifærið í dag og var öruggur í sínum aðgerðum. Bæði þegar hann spilaði boltanum frá sér og þegar hann þurfti að verja frá sóknarmönnum gestanna. Aron Jóhannson, sóknarmaður Vals, var mikið í boltanum á vallarhelming KR-inga og bjó til mikið af færum ásamt því að skora eina mark gestanna. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik. Þeir fengu nokkrar flottar stöður í og við vítateig KR-inga. Annað hvort klikkaði síðasta sendingin eða skotið. Heimamenn refsuðu fyrir það í lokin. Hvað gerist næst? KR fer í Kópavog laugardaginn 15.október klukkan 17:00 og mætir þar Breiðablik. Valur fær Stjörnumenn í heimsókn á Hlíðarenda sunnudaginn 16.október kl 19:15.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti