„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 15:17 Eigandi Ýmis frá Bakka segist skelfdur eftir að hafa komið að hesti sínum með ör um 15 sentimetra inn í læri sínu. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. Arnar Kjærnested Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. „Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00