Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 12:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/samsett Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55