Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:15 Steve Bruce er nú atvinnulaus. EPA-EFE/PETER POWELL Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira