Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 08:31 Elsa Pálsdóttir með öll verðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu og svo auðvitað Íslands spjaldið líka. Fésbókin Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada. Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki. Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki.
Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira