Fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar vann sér inn 2,6 milljarða króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 17:01 Dustin Johnson fær vel borgað fyrir sigur sinn á LIV mótaröðinni í golfi. Getty/Jonathan Ferrey Dustin Johnson er fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar í golfi og það er óhætt að segja að það hafi borgað sig fyrir hann að „svíkja lit“ og semja við Sádana. Hinn 38 ára gamli Bandaríkjamaður tryggði sér sigur á LIV með því að vinna Golf Invitational mótið í Boston í september en hann var á topp tíu á fimm af sex mótum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Johnson endaði í sextánda sæti í næstsíðasta mótinu í Bangkok um helgina en var samt með 42 stiga forskot á endanum og sigurinn því í höfn. Lokamótið fer fram í Jeddah frá 14. til 16. október. Johnson hafði unnið sér samtals inn 75 milljónir dollara á öllum ferli sínum á PGA-mótaröðinni en fékk 18 milljónir dollara fyrir sigur sinn á LIV. „Það er stórt fyrir mig að tryggja sér sigur í einstaklingskeppninni. Það er heiður að verða fyrsti meistarinn á LIV mótaröðinni,“ sagði Dustin Johnson. Sá sem endar í öðru sæti fær átta milljónir dollara en þriðja sætið gefur fjórar milljónir dollara. LIV mótaröðin fór af stað í óþökk bandarísku meistararaðarinnar, PGA, og þeir sem keppa í LIV eiga ekki afturkvæmt inn á móti PGA. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Bandaríkjamaður tryggði sér sigur á LIV með því að vinna Golf Invitational mótið í Boston í september en hann var á topp tíu á fimm af sex mótum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Johnson endaði í sextánda sæti í næstsíðasta mótinu í Bangkok um helgina en var samt með 42 stiga forskot á endanum og sigurinn því í höfn. Lokamótið fer fram í Jeddah frá 14. til 16. október. Johnson hafði unnið sér samtals inn 75 milljónir dollara á öllum ferli sínum á PGA-mótaröðinni en fékk 18 milljónir dollara fyrir sigur sinn á LIV. „Það er stórt fyrir mig að tryggja sér sigur í einstaklingskeppninni. Það er heiður að verða fyrsti meistarinn á LIV mótaröðinni,“ sagði Dustin Johnson. Sá sem endar í öðru sæti fær átta milljónir dollara en þriðja sætið gefur fjórar milljónir dollara. LIV mótaröðin fór af stað í óþökk bandarísku meistararaðarinnar, PGA, og þeir sem keppa í LIV eiga ekki afturkvæmt inn á móti PGA.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira