Fámennt á vellinum þegar örlög Íslands ráðast í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 10:16 Estádio da Mata Real er staðurinn þar sem örlög íslenska landsliðsins ráðast í dag. Getty/Gualter Fatia Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands er aðeins búist við um 3.000 áhorfendum á leik Portúgals og Íslands í dag, þar sem leikið verður um sæti á HM kvenna næsta sumar. Ísland á möguleika á að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn í sögunni og Portúgal er í sömu stöðu. Full flugvél af Íslendingum er núna á leið til Porto frá Keflavík, eða um 150 manns, en ljóst er að Íslendingar verða þó í miklum minnihluta á vellinum í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Paços de Ferreira, í samnefndum bæ rétt fyrir utan Porto. Leikvangurinn, sem nefnist Estádio da Mata Real, tekur rúmlega 9.000 manns í sæti og því fer þar af leiðandi fjarri að uppselt sé á leikinn mikilvæga, miðað við þær upplýsingar sem KSÍ fékk frá portúgalska knattspyrnusambandinu. Stelpurnar í íslenska landsliðinu æfðu á Estádio da Mata Real síðdegis í gær. Grasið á vellinum var ansi flekkótt að lit en völlurinn leit þó ágætlega út. Íslenska liðið snýr svo aftur á völlinn núna síðdegis og flautað verður til leiks klukkan 18 að staðartíma, eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31 Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00 Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Ísland á möguleika á að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn í sögunni og Portúgal er í sömu stöðu. Full flugvél af Íslendingum er núna á leið til Porto frá Keflavík, eða um 150 manns, en ljóst er að Íslendingar verða þó í miklum minnihluta á vellinum í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Paços de Ferreira, í samnefndum bæ rétt fyrir utan Porto. Leikvangurinn, sem nefnist Estádio da Mata Real, tekur rúmlega 9.000 manns í sæti og því fer þar af leiðandi fjarri að uppselt sé á leikinn mikilvæga, miðað við þær upplýsingar sem KSÍ fékk frá portúgalska knattspyrnusambandinu. Stelpurnar í íslenska landsliðinu æfðu á Estádio da Mata Real síðdegis í gær. Grasið á vellinum var ansi flekkótt að lit en völlurinn leit þó ágætlega út. Íslenska liðið snýr svo aftur á völlinn núna síðdegis og flautað verður til leiks klukkan 18 að staðartíma, eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31 Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00 Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31
Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00
Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00