Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 11:01 Stuðst var við myndbandsdómgæslu á EM í sumar þar sem Ísland spilaði. Hér bíður Sandra Sigurðardóttir eftir ákvörðun um vítaspyrnu í leiknum gegn Belgíu, í 1-1 jafnteflinu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Getty/James Gill Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. „Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
„Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira