Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:00 Megan Rapinoe gengur mjög svekkt af vell á meðan þær spænsku fagna góðum sigri. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær. Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira