Tölfræðingarnir hjá Opta í yfirvinnu eftir frammistöðu Liverpool í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 13:30 Mohamed Salah fagnar einu af þremur mörkum sínum á Ibrox í gær. AP/Steve Welsh Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins. Stærsta fréttin var að varamaðurinn Mohamed Salah setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora þrennu á sex mínútum en þrettán mínútum eftir að hann kom inn á völlinn var Egyptinn búinn að skora þrjú mörk. Skeiðklukkan sagði að nákvæmlega liðu sex mínútur og tólf sekúndur á milli fyrsta og þriðja marks Salah. 6 - Mo Salah has scored a hat-trick with just six minutes and 12 seconds between his first and third goals, the quickest ever in UEFA Champions League history. Lightning. pic.twitter.com/cuZ2YquoiF— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 Það voru fleiri afrek unnin í leiknum í gær þar sem Roberto Firmino og Diego Jota komust líka á blað. Firmino skoraði tvö fyrstu mörk Liverpool í leiknum en þetta var hans sjötta tvenna í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður hefur skorað tvö mörk eða fleiri fyrir Liverpool í Meistaradeildinni en Salah er líka með sex slíka leiki. Firmino jafnaði líka stoðsendingamet Steven Gerrard og James Milner en þeir hafa allir lagt upp tólf mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Diego Jota lagði upp öll þrjú mörk Mo Salah í leiknum en þetta var í fyrsta sinn í meira en áratug sem leikmaður nær því eða síðan að Franck Ribéry lagði upp þrjú mörk fyrir Mario Gomez í sigri Bayern Münhcen á Basel. Mohamed Salah þurfti bara níu snertingar í leiknum til að skora þrennu og það er það minnsta hjá þeim 112 þrennum sem hafa verið skoraðar í Meistaradeildinni síðan að Opta fór að taka saman slíka tölfræði í Meistaradeildinni 2003-04. Hér fyrir neðan má sjá tölfræðistraðreyndi frá Opta um frammistöðu Liverpool í gær. 6 - Roberto Firmino has scored his sixth brace in the UEFA Champions League. No player has scored 2+ goals in more different matches in the competition for Liverpool (Mo Salah also 6). Beaming. pic.twitter.com/SEFT902Yyo— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 3 - Diogo Jota assisted all three of Mo Salah's goals for Liverpool tonight, the first time a player assisted a teammate's hat-trick in the UEFA Champions League since March 2012, when Franck Ribéry assisted three Mario Gomez strikes for Bayern against Basel. Wavelength. pic.twitter.com/Ak0vMlPHVU— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 12 - No player has assisted more UEFA Champions League goals for Liverpool than Roberto Firmino (12, level with Steven Gerrard and James Milner). Deft.— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 9 - Since Opta have full touch data for the @ChampionsLeague (2003-04), there have been 112 hat-tricks scored in the competition. @MoSalah's nine touches tonight against Rangers is the fewest in a match for any of those 112 hat-tricks. Efficiency. pic.twitter.com/4v1AHXLk7I— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Stærsta fréttin var að varamaðurinn Mohamed Salah setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora þrennu á sex mínútum en þrettán mínútum eftir að hann kom inn á völlinn var Egyptinn búinn að skora þrjú mörk. Skeiðklukkan sagði að nákvæmlega liðu sex mínútur og tólf sekúndur á milli fyrsta og þriðja marks Salah. 6 - Mo Salah has scored a hat-trick with just six minutes and 12 seconds between his first and third goals, the quickest ever in UEFA Champions League history. Lightning. pic.twitter.com/cuZ2YquoiF— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 Það voru fleiri afrek unnin í leiknum í gær þar sem Roberto Firmino og Diego Jota komust líka á blað. Firmino skoraði tvö fyrstu mörk Liverpool í leiknum en þetta var hans sjötta tvenna í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður hefur skorað tvö mörk eða fleiri fyrir Liverpool í Meistaradeildinni en Salah er líka með sex slíka leiki. Firmino jafnaði líka stoðsendingamet Steven Gerrard og James Milner en þeir hafa allir lagt upp tólf mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Diego Jota lagði upp öll þrjú mörk Mo Salah í leiknum en þetta var í fyrsta sinn í meira en áratug sem leikmaður nær því eða síðan að Franck Ribéry lagði upp þrjú mörk fyrir Mario Gomez í sigri Bayern Münhcen á Basel. Mohamed Salah þurfti bara níu snertingar í leiknum til að skora þrennu og það er það minnsta hjá þeim 112 þrennum sem hafa verið skoraðar í Meistaradeildinni síðan að Opta fór að taka saman slíka tölfræði í Meistaradeildinni 2003-04. Hér fyrir neðan má sjá tölfræðistraðreyndi frá Opta um frammistöðu Liverpool í gær. 6 - Roberto Firmino has scored his sixth brace in the UEFA Champions League. No player has scored 2+ goals in more different matches in the competition for Liverpool (Mo Salah also 6). Beaming. pic.twitter.com/SEFT902Yyo— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 3 - Diogo Jota assisted all three of Mo Salah's goals for Liverpool tonight, the first time a player assisted a teammate's hat-trick in the UEFA Champions League since March 2012, when Franck Ribéry assisted three Mario Gomez strikes for Bayern against Basel. Wavelength. pic.twitter.com/Ak0vMlPHVU— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 12 - No player has assisted more UEFA Champions League goals for Liverpool than Roberto Firmino (12, level with Steven Gerrard and James Milner). Deft.— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022 9 - Since Opta have full touch data for the @ChampionsLeague (2003-04), there have been 112 hat-tricks scored in the competition. @MoSalah's nine touches tonight against Rangers is the fewest in a match for any of those 112 hat-tricks. Efficiency. pic.twitter.com/4v1AHXLk7I— OptaJoe (@OptaJoe) October 12, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira