Færslurnar voru gerðar á sjö ára tímabili, frá maí 2012 og fram til maí 2019. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að ákærða hafi játað brot sín en hún byggði á því að hún hafi átt rétt til 15 þúsund króna mánaðarlegra greiðslna vegna starfa síns í þágu félagsins.
Fram kemur að hún hafi greott 1.351.158 krónur til baka. Horft var til þess við ákvörðun refsingar ásamt því að litið var til játningar.
Var hún því dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.