Jökull framlengir í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 21:31 Samningurinn handsalaður. Stjarnan Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag. Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann