Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2022 22:11 Glíman við Ásmund glímukóng hefst. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með. Sigurjón Ólason Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira
Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07