Saka stjórnvöld um að láta vaxtabótakerfið „gufa upp“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2022 09:17 Hagsmunasamtök heimilanna eru ómyrk í máli í umsögn sinni. Vísir/Vilhelm Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað inn umsögn um bandorm með fjárlagafrumvarpinu 2023, þar sem þau gagnrýna þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að láta vaxtabótakerfið halda áfram að „gufa upp“ í verðbólgunni, eins og það er orðað, „hraðar en nokkru sinni fyrr“. Þetta sé ekki aðeins þróun sem ríkisstjórnin sé meðvituð um heldur sé það beinlínis ætlun hennar að leiðrétta ekki skerðingamörk vaxtabóta með hliðsjón af stórfelldum hækkunum húsnæðisverðs eða verðlags almennt. Samtökin vísa í skrifleg svör fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem segi að um það bil 2.800 manns sem hafi hingað til átt rétt á vaxtabótum muni að óbreyttu missa rétt sinn alfarið um áramótin og allt að 90 prósent þeirra sem áður fengu vaxtabætur verða fyrir skerðingum vegna hækkunar fasteignamats. Af svörum ráðherra sé ekki annað að sjá en að hann hyggist ekki bregðast við þessari þróun. Þá gagnrýna samtökin einnig að heimild til að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar til að greiða niður húsnæðislán og draga þannig úr vaxtaútgjöldum muni að óbreyttu falla úr gildi um mitt næsta ár nema hjá fyrstu kaupendum. „Nú þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og ríkisstjórnin gerir ekkert til að koma böndum á stóraukna greiðslubyrði heimilanna, er óforsvaranlegt að fyrrnefnd úrræði verði vísvitandi látin detta úr sambandi án þess að neitt annað taki við. Samtökin mælast eindregið til að úr því verði bætt,“ segir í umsögninni. Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta sé ekki aðeins þróun sem ríkisstjórnin sé meðvituð um heldur sé það beinlínis ætlun hennar að leiðrétta ekki skerðingamörk vaxtabóta með hliðsjón af stórfelldum hækkunum húsnæðisverðs eða verðlags almennt. Samtökin vísa í skrifleg svör fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem segi að um það bil 2.800 manns sem hafi hingað til átt rétt á vaxtabótum muni að óbreyttu missa rétt sinn alfarið um áramótin og allt að 90 prósent þeirra sem áður fengu vaxtabætur verða fyrir skerðingum vegna hækkunar fasteignamats. Af svörum ráðherra sé ekki annað að sjá en að hann hyggist ekki bregðast við þessari þróun. Þá gagnrýna samtökin einnig að heimild til að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar til að greiða niður húsnæðislán og draga þannig úr vaxtaútgjöldum muni að óbreyttu falla úr gildi um mitt næsta ár nema hjá fyrstu kaupendum. „Nú þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og ríkisstjórnin gerir ekkert til að koma böndum á stóraukna greiðslubyrði heimilanna, er óforsvaranlegt að fyrrnefnd úrræði verði vísvitandi látin detta úr sambandi án þess að neitt annað taki við. Samtökin mælast eindregið til að úr því verði bætt,“ segir í umsögninni. Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira