Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 15:43 Sveinn Andri er nýr verjandi annars karlmannsins sem er grunaður um hryðjuverk. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira