Klopp: Ég myndi hata sjálfan mig ef þetta væri satt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 08:01 Jürgen Klopp var yfirspenntur í leik Liverpool og Manchester City á Anfield um helgina. Getty/Laurence Griffiths/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið sakaður um útlendingahatur eftir ummæli sín um Manchester City um helgina og það af forráðamönnum City. Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira