„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 20. október 2022 21:45 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins og Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Stöð 2 Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar. Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42