Casemiro bjargaði stigi gegn Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2022 18:28 Casemiro sá til þess að Unted fór ekki stigalaust heim til Manchester í kvöld. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Casemiro reyndist hetja Manchester United er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma gegn Chelsea í kvöld. Jorginho virtist hafa tryggt heimamönnum sigurinn stuttu fyrir lok venjulegs leiktíma, en Brasilíumaðurinn sá til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Chelsea og United sátu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Ljóst var að mikið var undir, enda þrátt fyrir það að mótið sé ungt myndi sigur hjálpa mikið í því sem á eftir að verða hörð barátta um Meistaradeildarsæti í vor. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin fengu sín hálffæri til að ná forystunni. Það tókst hins vegar ekki í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Lengst af leit út fyrir að niðurstaðan yrði markalaust jafntefli, en á 84. mínútu fengu heimamenn í Chelsea hornspyrnu. Ben Chilwell tók spyrnuna og í hamagangnum inni í vítateig togaði Scott McTominay í treyju Armando Broja og Stuart Attwell, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá David de Gea í marki gestanna. Dramatíkinni var þó ekki lokið því að á fjórðu mínútu uppbótartíma átti Luke Shaw fyrirgjöf fyrir mark heimamanna sem Victor Lindelöf skallaði í stöngina. Brasilíumaðurinn Casemiro var fyrstur til að átta sig og skallaði frákastið yfir marklínuna og tryggði gestunum eitt stig. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og liðin sitja því enn í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Chelsea situr í því fjórða með 21 stig eftir 11 leiki, einu stigi meira en Manchester United sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn
Casemiro reyndist hetja Manchester United er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma gegn Chelsea í kvöld. Jorginho virtist hafa tryggt heimamönnum sigurinn stuttu fyrir lok venjulegs leiktíma, en Brasilíumaðurinn sá til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Chelsea og United sátu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Ljóst var að mikið var undir, enda þrátt fyrir það að mótið sé ungt myndi sigur hjálpa mikið í því sem á eftir að verða hörð barátta um Meistaradeildarsæti í vor. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin fengu sín hálffæri til að ná forystunni. Það tókst hins vegar ekki í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Lengst af leit út fyrir að niðurstaðan yrði markalaust jafntefli, en á 84. mínútu fengu heimamenn í Chelsea hornspyrnu. Ben Chilwell tók spyrnuna og í hamagangnum inni í vítateig togaði Scott McTominay í treyju Armando Broja og Stuart Attwell, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá David de Gea í marki gestanna. Dramatíkinni var þó ekki lokið því að á fjórðu mínútu uppbótartíma átti Luke Shaw fyrirgjöf fyrir mark heimamanna sem Victor Lindelöf skallaði í stöngina. Brasilíumaðurinn Casemiro var fyrstur til að átta sig og skallaði frákastið yfir marklínuna og tryggði gestunum eitt stig. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og liðin sitja því enn í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Chelsea situr í því fjórða með 21 stig eftir 11 leiki, einu stigi meira en Manchester United sem situr í fimmta sæti.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti