Newcastle upp í fjórða sætið eftir sigur á Tottenham Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2022 17:28 Callum Wilson í þann mund að koma Newcastle í forystu. vísir/Getty Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Sveinar Eddie Howe mættu gríðarlega ákveðnir til leiks en Son Heung Min fékk fyrsta dauðafæri leiksins snemma leiks þegar Nick Pope varði vel frá Suður-Kóreumanninum. Eftir hálftíma leik náðu gestirnir forystu eftir skógarhlaup Hugo Lloris í marki Tottenham sem færði Callum Wilson gott færi rétt utan vítateigs og nýtti Wilson það vel. 0-1 varð 0-2 skömmu síðar þegar Miguel Almiron labbaði í gegnum vörn Tottenham og kláraði færið laglega framhjá Lloris. Gestirnir með tveggja marka forystu í leikhléið. Snemma í síðari hálfleik gerði Newcastle tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór greinilega í hönd Emerson Royal innan vítateigs. Ekkert var dæmt og þess í stað hélt Tottenham í sókn sem lauk með marki Harry Kane á 54.mínútu. Þrátt fyrir að leggja mikinn kraft í sóknarleikinn það sem eftir lifði leiks tókst Tottenham ekki að jafna metin og 1-2 sigur Newcastle staðreynd. Enski boltinn
Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Sveinar Eddie Howe mættu gríðarlega ákveðnir til leiks en Son Heung Min fékk fyrsta dauðafæri leiksins snemma leiks þegar Nick Pope varði vel frá Suður-Kóreumanninum. Eftir hálftíma leik náðu gestirnir forystu eftir skógarhlaup Hugo Lloris í marki Tottenham sem færði Callum Wilson gott færi rétt utan vítateigs og nýtti Wilson það vel. 0-1 varð 0-2 skömmu síðar þegar Miguel Almiron labbaði í gegnum vörn Tottenham og kláraði færið laglega framhjá Lloris. Gestirnir með tveggja marka forystu í leikhléið. Snemma í síðari hálfleik gerði Newcastle tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór greinilega í hönd Emerson Royal innan vítateigs. Ekkert var dæmt og þess í stað hélt Tottenham í sókn sem lauk með marki Harry Kane á 54.mínútu. Þrátt fyrir að leggja mikinn kraft í sóknarleikinn það sem eftir lifði leiks tókst Tottenham ekki að jafna metin og 1-2 sigur Newcastle staðreynd.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti