Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 18:46 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira