Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 12:45 Lónið var tæmt á haustmánuðum 2020. Vísir/Egill Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi. Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi.
Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01