Smartland greinir frá því að parið búi nú saman í íbúð í Garðabæ og hafi reglulega sést saman í verslun Hagkaups í Garðabæ. Í dag birti Mannlíf mynd af parinu í Costco.
Samband þeirra hefur þó ekki alltaf verið í slíkum blóma. Arnar hefur lýst því yfir að hann muni bera vitni í kynferðisbrotamáli sem komst í kastljósið í byrjun árs.
Vítalía greindi frá meintum kynferðisbrotum í viðtali við Eddu Falak í Eigin konum, kvaðst hún hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni. Kærði hún þá til lögreglu vegna þessa en meint brot áttu sér stað í bústaðarferð sem Vítalía mætti í á vegum Arnars.
Þremenningarnir Ari, Hreggviður og Þórður hafa þá sakað þau Vítalíu og Arnar um tilraun til fjárkúgunar. Arnar hefur vísað þeim ásökunum á bug.