Svaf ekki í tvo daga fyrir stórleik sinn á móti Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 10:00 Bruno Guimaraes fagnar marki í leik með Newcastle United. Getty/Stu Forster Newcastle er komið upp í Meisatardeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran útisigur á Tottenham um helgina. Einn leikmaður liðsins á mikinn þátt í velgengninni og sá hinn sami getur skilað magnaðri frammistöðu þrátt fyrir álag heima fyrir. Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes lék mjög vel í sigrinum í gær en Newcastle keypti hann fyrir fjörutíu milljónir punda frá Lyon í janúar. Friday: Becomes a fatherSunday: Stars in a big win Good weekend, @brunoog97? pic.twitter.com/Lg0GwZtPEV— Newcastle United FC (@NUFC) October 23, 2022 Eftir leikinn sagði Guimaraes frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi ekki sofið í tvo sólarhringa fyrir leikinn á móti Tottenham. Guimaraes hefur verið mjög upptekinn utan vallar því hann var að eignast soninn Matteo. „Þetta er fyrir ykkur öll,“ skrifaði Bruno Guimaraes á Twitter. This is for you guys! Two days without sleep could be at home but I always wanted to be here with you! Thanks for the support and a kiss from Matteo to you!! He is Brazilian Geordie pic.twitter.com/2k0fEnYh9V— Bruno Guimarães (@brunoog97) October 23, 2022 „Tveir dagar án þess að sofa og ég gæti verið heima en ég vildi alltaf vera með ykkur. Takk fyrir stuðninginn og Matteo gefur ykkur koss,“ skrifaði Guimaraes og endaði síðan að bræða alla stuðningsmannasveitina á einu bretti. „Hann er brasilískur Geordie,“ skrifaði Guimaraes en það er fólk kallað sem kemur frá Newcastle-upon-Tyne svæðinu. Bruno Guimaraes missti af fjórum leikjum fyrr á tímabilinu vegna meiðsla og Newcastle vann engan þeirra. Eftir að hann kom aftur inn í liðið hefur Newcastle unnið fjóra af sex leikjum og ekki tapað neinum. Liðið hefur á sama tíma farið úr ellefta sæti upp í fjórða sæti. Bruno Guimaraes contribution for Newcastle today76 touchesCompleted 47/56 passes9x possession won3 interceptions Won 12 of his 20 PL starts pic.twitter.com/xwYl3vluuu— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 23, 2022 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes lék mjög vel í sigrinum í gær en Newcastle keypti hann fyrir fjörutíu milljónir punda frá Lyon í janúar. Friday: Becomes a fatherSunday: Stars in a big win Good weekend, @brunoog97? pic.twitter.com/Lg0GwZtPEV— Newcastle United FC (@NUFC) October 23, 2022 Eftir leikinn sagði Guimaraes frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi ekki sofið í tvo sólarhringa fyrir leikinn á móti Tottenham. Guimaraes hefur verið mjög upptekinn utan vallar því hann var að eignast soninn Matteo. „Þetta er fyrir ykkur öll,“ skrifaði Bruno Guimaraes á Twitter. This is for you guys! Two days without sleep could be at home but I always wanted to be here with you! Thanks for the support and a kiss from Matteo to you!! He is Brazilian Geordie pic.twitter.com/2k0fEnYh9V— Bruno Guimarães (@brunoog97) October 23, 2022 „Tveir dagar án þess að sofa og ég gæti verið heima en ég vildi alltaf vera með ykkur. Takk fyrir stuðninginn og Matteo gefur ykkur koss,“ skrifaði Guimaraes og endaði síðan að bræða alla stuðningsmannasveitina á einu bretti. „Hann er brasilískur Geordie,“ skrifaði Guimaraes en það er fólk kallað sem kemur frá Newcastle-upon-Tyne svæðinu. Bruno Guimaraes missti af fjórum leikjum fyrr á tímabilinu vegna meiðsla og Newcastle vann engan þeirra. Eftir að hann kom aftur inn í liðið hefur Newcastle unnið fjóra af sex leikjum og ekki tapað neinum. Liðið hefur á sama tíma farið úr ellefta sæti upp í fjórða sæti. Bruno Guimaraes contribution for Newcastle today76 touchesCompleted 47/56 passes9x possession won3 interceptions Won 12 of his 20 PL starts pic.twitter.com/xwYl3vluuu— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 23, 2022
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira