Svekkjandi jafntefli Íslendingaliðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2022 19:07 Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn fyrir Norrköping. Íslendingalið Norrköping gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir af fjórum íslenskum leikmönnum liðsins komu við sögu. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á miðju Norrköping er liðið heimsótti Värnamo í 28. umferð deildarinnar í kvöld. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni og utan hóps og þá sat Andri Lucas Guðjohnsen allan leikinn á bekknum. Laorent Shabani med ett tjusigt ledningsmål för IFK Norrköping på Finnvedsvallen!Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/IGPezgk2E6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022 Laorent Shabani kom Norrköping yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik með laglegu skoti og Norrköping leiddi allt þar til örfáar mínútur voru eftir. Á 89. mínútu jafnaði Marcus Antonsson muninn fyrir Värnamo eftir mikinn klaufagang hjá Norrköping. Mörkin úr leiknum má sjá í spilurunum hér að ofan og neðan. Íslendingaliðið þurfti því að sætta sig við aðeins eitt stig. Sigur hefði þýtt að Norrköping væri tölfræðilega öruggt frá umspilssæti um fall úr deildinni en liðið er með 33 stig í 11. sæti af 16 liðum. Sundsvall og Helsingborg eru fallin í neðstu tveimur sætunum en Varbergs BoIS með 28 stig, fimm minna en Norrköping og því getur liðið enn tæknilega séð lent í umspilssætinu ef allt fer á versta veg í umferðunum tveimur sem eftir eru. IFK Värnamo har kvitterat hemma mot Peking! Marcus Antonssons 20:e mål den här säsongenSe matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/8zgxJHhH1M— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022 Adam Ingi Benediktsson var þá varamarkvörður Gautaborgar sem vann 1-0 sigur á AIK með marki Emans Markovic á 81. mínútu. Gautaborg er í 8. sæti með 42 stig. Eman Markovic gör 1-0! Nyförvärvets första mål när IFK Göteborg tar ledningen mot AIK.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/84ChvJ2gvT— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022 Sænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á miðju Norrköping er liðið heimsótti Värnamo í 28. umferð deildarinnar í kvöld. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni og utan hóps og þá sat Andri Lucas Guðjohnsen allan leikinn á bekknum. Laorent Shabani med ett tjusigt ledningsmål för IFK Norrköping på Finnvedsvallen!Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/IGPezgk2E6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022 Laorent Shabani kom Norrköping yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik með laglegu skoti og Norrköping leiddi allt þar til örfáar mínútur voru eftir. Á 89. mínútu jafnaði Marcus Antonsson muninn fyrir Värnamo eftir mikinn klaufagang hjá Norrköping. Mörkin úr leiknum má sjá í spilurunum hér að ofan og neðan. Íslendingaliðið þurfti því að sætta sig við aðeins eitt stig. Sigur hefði þýtt að Norrköping væri tölfræðilega öruggt frá umspilssæti um fall úr deildinni en liðið er með 33 stig í 11. sæti af 16 liðum. Sundsvall og Helsingborg eru fallin í neðstu tveimur sætunum en Varbergs BoIS með 28 stig, fimm minna en Norrköping og því getur liðið enn tæknilega séð lent í umspilssætinu ef allt fer á versta veg í umferðunum tveimur sem eftir eru. IFK Värnamo har kvitterat hemma mot Peking! Marcus Antonssons 20:e mål den här säsongenSe matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/8zgxJHhH1M— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022 Adam Ingi Benediktsson var þá varamarkvörður Gautaborgar sem vann 1-0 sigur á AIK með marki Emans Markovic á 81. mínútu. Gautaborg er í 8. sæti með 42 stig. Eman Markovic gör 1-0! Nyförvärvets första mål när IFK Göteborg tar ledningen mot AIK.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/84ChvJ2gvT— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 24, 2022
Sænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira