„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 07:31 Erling Haaland fær að fara í frí til Spánar og Noregs á meðan að liðsfélagar hans fara flestir á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira