„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. október 2022 12:07 Hér má sjá Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara og Wesley So, núverandi heimsmeistara í Fischer-skák. Vísir/Vilhelm Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. Fréttastofa spjallaði við Hjörvar stuttu eftir seinni leik hans við Wesley So í gær. Hjörvar gerði jafntefli við So í fyrri viðureign þeirra í gær og tapaði þeirri seinni. Hjörvar Steinn er stórmeistari en hann náði því markmiði aðeins tuttugu ára gamall, fyrir níu árum síðan. Hjörvar var vongóður fyrir framhaldið en vitaskuld súr eftir nýskeð tap þegar fréttastofa ræddi við hann um gengni hans á mótinu. „Var að enda við að tapa þannig þú ert ekki að hitta mig á besta augnabliki lífs míns en maður reynir að brosa bara í gegnum þetta. Það er önnur skákin eftir þannig ég get jafnað það einvígi ef ég vinn þá skák,“ sagði Hjörvar. Þegar því er velt upp að Hjörvar eigi enn möguleika á að komast áfram svarar hann því játandi en segir stöðuna vera strembna þegar andstæðingar eru núverandi heimsmeistari í Fischer-skák og sá sem talinn er vera verðandi heimsmeistari í fyrrnefndu fyrirkomulagi. Allt sé þó hægt. „Það er svona pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ segir Hjörvar. Hafa leyfi til að leita í eyrum skákmanna Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir gaman hvað það séu margir að koma og horfa á skákmótið. Þetta sé eins og í gamla daga. Mótið er haldið á Reykjavík Natura hótelinu og er ströng öryggisgæsla á svæðinu. Bannað er að vera með síma, snjallúr eða slíkt inni í skáksalnum. „Þegar menn yfirgefa skáksalinn þá þurfa menn að vera í svona fimm mínútna sóttkví þar sem menn komast ekki í síma eða neitt,“ segir Gunnar. Heimurinn utan salar sé fimm mínútum eftir á rauntíma keppninnar. Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er talinn verða næsti heimsmeistarinn í skák.Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið rætt um svindl innan skákheimsins síðustu vikur en skákmaðurinn Magnus Carlsen ýjaði að því að kollegi hans, Hans Niemann hefði svindlað í viðureign þeirra á Sinquefield-skákmótinu. Einnig hefur því verið velt upp að Niemann hafi ef til vill svindlað þegar hann tefldi við Hjörvar á Reykjavíkurmótinu í apríl. Hjörvar hafi áður sagt taflmennsku Niemann undarlega en þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann ekki saka neinn um svindl án sannanna. Skáksambands Íslands tilkynnti keppendum á heimsmeistaramótinu í Fischer-skák að það áskilji sér rétt til þess að leita í eyrum keppenda fyrirvaralaust. Forseti skáksambandsins segir keppendur hafa skrifað undir það og enginn vandi sé til staðar hvað það varðar. Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Fréttastofa spjallaði við Hjörvar stuttu eftir seinni leik hans við Wesley So í gær. Hjörvar gerði jafntefli við So í fyrri viðureign þeirra í gær og tapaði þeirri seinni. Hjörvar Steinn er stórmeistari en hann náði því markmiði aðeins tuttugu ára gamall, fyrir níu árum síðan. Hjörvar var vongóður fyrir framhaldið en vitaskuld súr eftir nýskeð tap þegar fréttastofa ræddi við hann um gengni hans á mótinu. „Var að enda við að tapa þannig þú ert ekki að hitta mig á besta augnabliki lífs míns en maður reynir að brosa bara í gegnum þetta. Það er önnur skákin eftir þannig ég get jafnað það einvígi ef ég vinn þá skák,“ sagði Hjörvar. Þegar því er velt upp að Hjörvar eigi enn möguleika á að komast áfram svarar hann því játandi en segir stöðuna vera strembna þegar andstæðingar eru núverandi heimsmeistari í Fischer-skák og sá sem talinn er vera verðandi heimsmeistari í fyrrnefndu fyrirkomulagi. Allt sé þó hægt. „Það er svona pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ segir Hjörvar. Hafa leyfi til að leita í eyrum skákmanna Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir gaman hvað það séu margir að koma og horfa á skákmótið. Þetta sé eins og í gamla daga. Mótið er haldið á Reykjavík Natura hótelinu og er ströng öryggisgæsla á svæðinu. Bannað er að vera með síma, snjallúr eða slíkt inni í skáksalnum. „Þegar menn yfirgefa skáksalinn þá þurfa menn að vera í svona fimm mínútna sóttkví þar sem menn komast ekki í síma eða neitt,“ segir Gunnar. Heimurinn utan salar sé fimm mínútum eftir á rauntíma keppninnar. Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er talinn verða næsti heimsmeistarinn í skák.Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið rætt um svindl innan skákheimsins síðustu vikur en skákmaðurinn Magnus Carlsen ýjaði að því að kollegi hans, Hans Niemann hefði svindlað í viðureign þeirra á Sinquefield-skákmótinu. Einnig hefur því verið velt upp að Niemann hafi ef til vill svindlað þegar hann tefldi við Hjörvar á Reykjavíkurmótinu í apríl. Hjörvar hafi áður sagt taflmennsku Niemann undarlega en þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann ekki saka neinn um svindl án sannanna. Skáksambands Íslands tilkynnti keppendum á heimsmeistaramótinu í Fischer-skák að það áskilji sér rétt til þess að leita í eyrum keppenda fyrirvaralaust. Forseti skáksambandsins segir keppendur hafa skrifað undir það og enginn vandi sé til staðar hvað það varðar.
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti