Afhjúpaði gróðavænlegasta lukkuhjól borgarinnar Snorri Másson skrifar 28. október 2022 08:40 Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur. Í Íslandi í dag, sem má sjá hér að ofan, var greint frá sigurvegara úttektarinnar. Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. „Ég hef verið að fara á staðina, kíkja á verðið, safna saman öllum vinningum í boði, merkja þá, og síðan hvað bjórinn kostar á hverjum stað og skotið á hverjum stað. Ég skoða meðalgróðann á hverjum snúningi, síðan skoða ég líkurnar á sigri og síðan líkurnar á að hjólið sé heitt; þegar þú færð tvöfaldan vinning. Það eru sumir staðir sem koma töluvert betur út en aðrir,“ segir Júlíus. Og ekki er von nema spurt sé: Hvernig hvarflar að manni að leggja svona mikið á sig til að koma upp svona Excel-skjali? Júlíus: „Maður verður bara að leggja þetta fram fyrir náungann. Ég vil bara að allir nemendur geti lifað ódýru lífi og djammað vel.“ Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur tekið saman tölfræði um lukkuhjól á börum Reykjavíkur.Vísir Fjöldi lukkuhjóla er kominn upp á börum Reykjavíkur en talið er að það fyrsta hafi verið sett upp á English Pub skömmu eftir efnahagshrun. Síðan hafa margir fylgt fordæminu og boðið viðskiptavinum að taka þessa sakleysislegu áhættu. Öllu jöfnu kostar snúningurinn á þriðja þúsund. Júlíus segir það sæta tíðindum í úttektinni, að það er aðeins á tveimur stöðum sem kaupandinn kemur að jafnaði út í tapi við að snúa hjólinu. Þeir tveir staðir eru nefndir í innslaginu, en athugasemd hefur að vísu borist ritstjórn um að snúningur á Dönsku kránni kosti í raun minna en látið er uppi með, og samkvæmt breyttum útreikningi er því hagstætt að snúa þar hjólinu. Hagstætt dæmi. Að meðaltali græðir maður á hverjum snúningi í nær öllum hjólum Reykjavíkur.Vísir Neytendur Áfengi og tóbak Næturlíf Grín og gaman Ísland í dag Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Í Íslandi í dag, sem má sjá hér að ofan, var greint frá sigurvegara úttektarinnar. Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. „Ég hef verið að fara á staðina, kíkja á verðið, safna saman öllum vinningum í boði, merkja þá, og síðan hvað bjórinn kostar á hverjum stað og skotið á hverjum stað. Ég skoða meðalgróðann á hverjum snúningi, síðan skoða ég líkurnar á sigri og síðan líkurnar á að hjólið sé heitt; þegar þú færð tvöfaldan vinning. Það eru sumir staðir sem koma töluvert betur út en aðrir,“ segir Júlíus. Og ekki er von nema spurt sé: Hvernig hvarflar að manni að leggja svona mikið á sig til að koma upp svona Excel-skjali? Júlíus: „Maður verður bara að leggja þetta fram fyrir náungann. Ég vil bara að allir nemendur geti lifað ódýru lífi og djammað vel.“ Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur tekið saman tölfræði um lukkuhjól á börum Reykjavíkur.Vísir Fjöldi lukkuhjóla er kominn upp á börum Reykjavíkur en talið er að það fyrsta hafi verið sett upp á English Pub skömmu eftir efnahagshrun. Síðan hafa margir fylgt fordæminu og boðið viðskiptavinum að taka þessa sakleysislegu áhættu. Öllu jöfnu kostar snúningurinn á þriðja þúsund. Júlíus segir það sæta tíðindum í úttektinni, að það er aðeins á tveimur stöðum sem kaupandinn kemur að jafnaði út í tapi við að snúa hjólinu. Þeir tveir staðir eru nefndir í innslaginu, en athugasemd hefur að vísu borist ritstjórn um að snúningur á Dönsku kránni kosti í raun minna en látið er uppi með, og samkvæmt breyttum útreikningi er því hagstætt að snúa þar hjólinu. Hagstætt dæmi. Að meðaltali græðir maður á hverjum snúningi í nær öllum hjólum Reykjavíkur.Vísir
Neytendur Áfengi og tóbak Næturlíf Grín og gaman Ísland í dag Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira