Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2022 21:01 Litlu mátti muna að illa færi á dögunum þegar þetta barn fór yfir Háaleitisbraut skammt frá Efstaleiti. Þar, á milli tveggja strætóskýla, virðist gert ráð fyrir að vegfarendur þveri götuna - og þeir gera það óspart. Göngu- og hjólastígar liggja upp að götunni og stígur er lagður yfir umferðareyjuna á milli. En ökumenn aka afar hratt þarna um, eins og sést í spilaranum hér fyrir neðan. Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum. Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31