Velta fyrir sér hvort Guardiola ætli að gera Arteta einn greiða í vibót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 17:02 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa núna um enska meistaratitilinn með liðum sínum. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City og Arsenal sátu bæði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Arsenal liðið endurheimti toppsætið með 5-0 sigri á Nottingham Forest í gær. Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira