Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:16 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“ Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“
Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17