Stjórnar hljómsveitinni og syngur óperu á sama tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 21:01 Ragnheiður Ingunn kláraði bakkalárpróf í söng og fiðluleik við Listaháskóla Íslands þar sem hún nam auk þess hljómsveitarstjórnun. Vísir/Bjarni Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma. Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“ Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“
Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira