„Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2022 17:30 Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði 11 mörk í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik. „Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira