„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 09:46 Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu vaktina í hjarta varnar Íslands á EM síðasta sumar. Nú mætast þær hins vegar í Meistaradeild Evrópu. Tullio M. Puglia/Getty Images Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti