Stympingar í Skírisskógi: „Aldrei séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:45 Mönnum var heitt í hamsi áður en flautað var til leiks í Skírisskógi. Reuters Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur staðfest að markmannsþjálfari liðsins sé með áverka eftir að lenda upp á kant við vallarstarfsmann Nottingham Forest fyrir leik liðanna í gær, laugardag. Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00