Margir búnir að ná jólarjúpunni Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2022 08:55 Rjúpa Fyrsta helgin er nú að baki á þessu rjúpnaveiðitímabili og það má með sanni segja að veðrið hafi verið rjúpnaskyttum hliðhollt. Það er heilt yfir gott hljóð í rjúpnaskyttum landsins og miðað við færslur á samfélagsmiðlum eru ansi margir búnir að ná í jólamatinn. Það virðist nokkurn veginn sama hvar fæti er drepið niður veiðin virðist í flestum landshlutum vera ágæt, í raun mun betri en talningar hafa gefið til kynna. Við höfum heyrt af veiðimönnum sem til að mynda voru með nítján fugla á suðurlandi eftir daginn og þeir ætla að sögn að taka stutta göngu síðasta daginn til að ná því smáræði sem vantar uppá. Veiðimenn virðast samkvæmt því sem við heyrum gæta hófs í veiðum á þann hátt að ekki er skotið meira en þarf í jólamatinn. Það er vonandi að sem flestir nái jólamatnum og fari varlega á ferðum sínum um hálendið. Skotveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Það er heilt yfir gott hljóð í rjúpnaskyttum landsins og miðað við færslur á samfélagsmiðlum eru ansi margir búnir að ná í jólamatinn. Það virðist nokkurn veginn sama hvar fæti er drepið niður veiðin virðist í flestum landshlutum vera ágæt, í raun mun betri en talningar hafa gefið til kynna. Við höfum heyrt af veiðimönnum sem til að mynda voru með nítján fugla á suðurlandi eftir daginn og þeir ætla að sögn að taka stutta göngu síðasta daginn til að ná því smáræði sem vantar uppá. Veiðimenn virðast samkvæmt því sem við heyrum gæta hófs í veiðum á þann hátt að ekki er skotið meira en þarf í jólamatinn. Það er vonandi að sem flestir nái jólamatnum og fari varlega á ferðum sínum um hálendið.
Skotveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði