Lúxus og glamúr einkenndu þennan vel heppnaða viðburð sem fór fram í Balroom-salnum á einu glæsilegasta hóteli landsins. Þar voru förðunarfræðingar, áhrifavaldar og aðrir áhugasamir samankomnir til þess að læra af Heiði Ósk, annars eiganda Reykjavík Makeup School.
Heiður er ein sú allra færasta þegar kemur að glamúr förðun. Því var vel við hæfi að hún sýndi gestum létta glamúr förðun sem tilvalin er fyrir hátíðirnar. Útkoman var vægast sagt glæsileg og voru gestir ánægðir með kvöldið.



















