Flensan farin að láta á sér kræla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 13:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert um veikindi þessa dagana. Vísir/Sigurjón Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira