Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 19:36 Ralph Hasenhüttl er atvinnulaus. Matt Watson/Getty Images Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira