Ekki Tina Turner heldur „head-turner“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Tork gaurinn ásamt Audi A7 bílnum sem hann prófar í þættinum. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti er Audi A7 S-line quattro tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann segir Audi A7 S-line quattro-bílinn vera svokallaðan „head-turner“ þar sem fólk lítur alltaf aftur fyrir sig þegar bíllinn keyrir framhjá. James Einar segir bílinn ekki bara vera fallegan að utan heldur er hann einnig ansi stílhreinn að innan. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Audi A7 Bíllinn er hybrid og kemst fjörutíu kílómetra á rafmagni. Vélin sjálf, sem James kallar hesthúsið, er 367 hestöfl og með fjóra sílendera. Bíllinn kostar fjórtán milljónir króna og er afar rúmgóður. „Ég er ekki alltaf hrifinn af svörtum álfelgum nema í þessari útfærslu. Með þessum dökkbláa lit á bílnum virka þær svo vel,“ segir James. Hann er ekki hrifinn af öllu í bílnum, þá er hann sérstaklega á móti „lane assist“ stillingu bílsins. Ef ökumaður fer of nálægt línunni á veginum grípur bíllinn inn í og færir sig á réttan stað á veginum. James þarf þó ekki að hafa of miklar áhyggjur af því þar sem hann getur einfaldlega slökkt á stillingunni. Bílar Tork gaur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann segir Audi A7 S-line quattro-bílinn vera svokallaðan „head-turner“ þar sem fólk lítur alltaf aftur fyrir sig þegar bíllinn keyrir framhjá. James Einar segir bílinn ekki bara vera fallegan að utan heldur er hann einnig ansi stílhreinn að innan. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Audi A7 Bíllinn er hybrid og kemst fjörutíu kílómetra á rafmagni. Vélin sjálf, sem James kallar hesthúsið, er 367 hestöfl og með fjóra sílendera. Bíllinn kostar fjórtán milljónir króna og er afar rúmgóður. „Ég er ekki alltaf hrifinn af svörtum álfelgum nema í þessari útfærslu. Með þessum dökkbláa lit á bílnum virka þær svo vel,“ segir James. Hann er ekki hrifinn af öllu í bílnum, þá er hann sérstaklega á móti „lane assist“ stillingu bílsins. Ef ökumaður fer of nálægt línunni á veginum grípur bíllinn inn í og færir sig á réttan stað á veginum. James þarf þó ekki að hafa of miklar áhyggjur af því þar sem hann getur einfaldlega slökkt á stillingunni.
Bílar Tork gaur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent